Snillingarnir í Havarí hanna og selja þessar stórkostlegu Haustpeysur, hannaðar af Svavari Pétri aka Prins Póló og framleiddar í Varma. Félagar úr hirð prinsins hafa svo tekið að sér fyrirsætustörfin og hleypt okkur með myndavélina inn á heimili sín og vinnustofur.

Það voru Loji Höskuldsson myndlistarmaður, Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndlistarkona sem sátu fyrir í peysunum góðu.