Snillingarnir í Havarí hanna og selja þessar stórkostlegu Haustpeysur, hannaðar af Svavari Pétri aka Prins Póló og framleiddar í Varma. Félagar úr hirð prinsins hafa svo tekið að sér fyrirsætustörfin og hleypt okkur með myndavélina inn á heimili sín og vinnustofur.

Í þetta sinn voru það hin eina sanna Sandra Barilli sem sat fyrir í peysu og ljáði okkur heimili sitt til teppamyndatöku og hinn eini sanni Örvar Smárason sem bauð okkur í heimsókn í svalasta stúdíó bæjarins og sýndi okkur taktana á ritvélinni, í peysu að sjálfsögðu.